Bandaríkin hafi komið í veg fyrir kjarnorkustríð

Mike Pompeo (í miðjunni) árið 2021.
Mike Pompeo (í miðjunni) árið 2021. AFP/Nicholas Kamm

Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði í nýrri bók að Indland og Pakistan hafi verið nálægt því að fara í kjarnorkustríð árið 2019 og að Bandaríkin hafi komið í veg fyrir auknar deilur á milli landanna.

„Ég held að heimurinn viti ekki almennilega hversu deilur Indland og Pakistan voru nálægt því að færast út í kjarnorkustríð í febrúar 2019,“ skrifaði Pompeo í Never Give an Inch.

Í bókinni minnist hann þess er hann starfaði sem utanríkisráðherra þegar Donald Trump var forseti og er hann starfaði áður sem yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.

Engin önnur þjóð hefði getað þetta

Í febrúar árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir á pakistanskt landsvæði eftir að hafa kennt herskáum hópi þar í landi um sjálfsvígsárás sem varð 41 indverskum hermanni að bana í Kasmír-héraði. Pakistanar skutu í framhaldinu niður indverska herflugvél og handtóku flugmanninn.

„Engin önnur þjóð hefði getað gert það sem við gerðum til að koma í veg fyrir hræðilega útkomu,“ skrifaði Pompeo.

mbl.is