Kalla eftir samvinnu Evrópuþjóða um hælisleitendur

Ríkisstjórn Danmerkur sem tók við í desember.
Ríkisstjórn Danmerkur sem tók við í desember. AFP/Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix

Yfirvöld í Danmörku vilja vinna með öðrum ríkjum Evrópusambandsins til þess að flytja hælisleitendur í móttökumiðstöðvar utan Evrópu. 

Rík­is­stjórn jafnaðarmanna hefur haft það sem yfirlýst markmið að enginn sæki um hæli í landinu. Sumarið 2021 voru samþykkt lög í landinu sem heim­ila yf­ir­völd­um að senda um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd til ríkja utan Evr­ópu á meðan þeir bíða niður­stöðu sinna mála. 

Rætt var við yfirvöld í Rúanda og fleiri ríkjum en þeim viðræðum hefur nú verið slitið eftir að ný ríkisstjórn jafnaðarmanna tók við í desember. 

„Við erum ekki í neinum viðræðum í augnablikinu um stofnun danskrar móttökumiðstöðvar í Rúanda,“ sagði Kaare Dybvad Bek, útlend­inga- og sam­hæf­ing­ar­ráðherra.

„Þetta er ný ríkisstjórn. Við höfum sama metnaðinn, en erum með annað ferli.“

Höfnuðu áður samstarfi

Nýja ríkisstjórnin kallar eftir að stofnuð verði móttökumiðstöð utan Evrópu „í samvinnu við Evrópusambandið eða fjölda annarra ríkja“. 

Um er ræða stóra breytingu á stefnu jafnaðarmanna sem höfnuðu áður alfarið evrópsku samstarfi í málaflokknum. 

Bek sagði ákvörðunin vera tekna í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu. 

„Margir ýta nú á eftir strangari stefnu í málefnum hælisleitenda í Evrópu,“ sagði ráðherrann. 

Innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Stokkhólmi í vikunni um málaflokkinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert