Sprengjuvargurinn handtekinn

Bréfið var stílað á Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
Bréfið var stílað á Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. AFP

Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa staðið að baki bréfasprengju sem send var á forsætisráðherra landsins auk sprengju sem sprakk í sendiráði Úkraínu í Madríd.

Hinn grunaði er 74 ára spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Miranda de Ebro á norðurhluta Spánar og stendur yfir húsleit á heimili hans.

Enginn lét lífið

Enginn lést af völdum bréfasprengjanna sex sem sendar voru í lok nóvember fram í byrjun desember til ýmissa staða á Spáni. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins sem opnaði sendingu hlaut hins vegar minniháttar áverka þegar hann opnaði pakka sem stílaður var á sendiráðið.

Meðal þeirra staða sem voru skotmark sprengjuvargsins var ráðherrabústaður Pedro Sanchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, varnarmálaráðuneyti Spánar og flugstöð í nágrenni við höfuðborgina Madríd þar sem vopn voru send til Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert