Myndskeið: Árásin á eiginmann Nancy Pelosi

Skjáskot af myndbandinu.
Skjáskot af myndbandinu. AFP/Handout / San Francisco Police Department

Lögreglan í San Francisco hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél lögreglumanns sem sýnir árásina sem Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir í október.

Árásamaðurinn braust inn á heimili þeirra hjóna og réðst á Paul með hamri. Paul hlaut höfuðkúpu­brot og áverka á hægri hand­legg og hönd­um. 

Árásina má sjá á myndskeiðinu hér að neðan.

mbl.is