Þrír stungnir í Kaupmannahöfn

Enn er ekkert sem bendir til þess að árásirnar séu …
Enn er ekkert sem bendir til þess að árásirnar séu tengdar. mbl.is/Inga Þóra

Tvær stunguárásir hafa verið framdar í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur, í dag.

Danskir miðlar á borð við Danska ríkisútvarpið og Ekstra Bladet greina frá.

Framin í matvöruverslun

Fyrri árásin átti sé stað í matvöruverslun við götuna Nørrebrogade. Tveir ungir karlmenn særðust í henni, þeir eru 21 árs og 23 ára. Sá yngri er alvarlega slasaður. Ekki er vitað hvort hinir særðu þekkist.

Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar og leitar lögreglan nú árásarmannsins. Vitni eru beðin um að hafa samband við lögreglu.

Einn handtekinn vegna seinni árásarinnar

Seinni árásin var framin við götuna Adelgade. Einn einstaklingur særðist í þeirri árás, hann er ekki alvarlega særður. Einn hefur verið handtekinn.

Enn er ekkert sem bendir til þess að árásirnar tvær séu tengdar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert