Yfir þrjátíu skjálftar mælst á Kanaríeyjum

Íslendingar eru gjarnir á að bóka ferðir til Kanaríeyja.
Íslendingar eru gjarnir á að bóka ferðir til Kanaríeyja. Ljósmynd/Desiree Martin

Hrina smá­skjálfta gengið yfir Kanaríeyjar síðan klukkan 12.30 í dag. Alls hafa yfir þrjátíu skjálftar mælst, en þeir hafa allir verið kraftlitlir.

In­volcan, eld­fjalla­fræðistofn­un Kana­ríeyja, greinir frá þessu.

Skjálftarnir áttu sér stað á milli eyjanna Tenerife og Gran Canaria.

mbl.is