Greiddi rúman hálfan milljarð fyrir íþróttatreyju

Treyjan sem um ræðir.
Treyjan sem um ræðir. AFP/Angela Weiss

Hinn almenni neytandi þarf sjaldnast að reiða fram háar fjárhæðir til að eignast notaðan íþróttafatnað en öðru máli gegnir ef heimsfrægar íþróttakempur notuðu fatnaðinn. 

Nýlega seldist gömul og notuð íþróttatreyja sem LeBron James klæddist fyrir nærri áratug. Lék hann þá með Miami Heat og klæddist treyjunni í NBA-úrslitunum gegn San Antonio Spurs árið 2013 þar sem Miami hafði betur. 

Treyjan seldist á 3,7 milljónir dollara á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gær eða um 530 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. 

LeBron James spilar nú í hinni þekktu gulu treyju Los …
LeBron James spilar nú í hinni þekktu gulu treyju Los Angeles Lakers sem Pétur Guðmundsson klæddist á níunda áratugnum. AFP/Ronald Martinez

Mesta sem fengist hafði fyrir treyju frá James var 630 þúsund dollarar en verðbólgan er talin tengjast því að LeBron James virðist ætla að taka fram úr Kareem Abdul Jabbar sem stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. 

Dýrasta treyja sem seld hefur og tengist NBA er treyja sem Michael Jordan lék í úrslitunum 1998 en í fyrra var greiddur um einn og hálfur milljarður fyrir hana. 

mbl.is