Rússar hvetja til stillingar á Vesturbakkanum

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur til stillingar í deilum Ísraels og Palestínumanna en tilkynningin kemur kjölfar fregna af mannskæðum árásum á Vesturbakkanum síðustu daga.

„Þessi atburðarrás er áhyggjuefni. Við viljum beina þeim tilmælum til allra hlutaðeigandi að halda stillingu til þess að koma í veg fyrir útbreiddari átök,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Röð árása 

Sjö manns létust í skotárás á samkunduhús í Jerúsalem í gær og tveir særðust í árás á borgina í morgun. 

Þessar árásir hafa verið tengdar við hernaðaraðgerð Ísraelshers á Vesturbakkanum þar sem níu Palestínumenn í flóttamannabúðum í Jenin létu lífið. 

„Nýskeðir atburðir ítreka nauðsyn þess að endurvekja með skjótum hætti uppbyggilegar viðræður um málefni Ísraels og Palestínu og hafna öllum einhliða aðgerðum,“ segir enn fremur í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins. 

mbl.is