Saka Úkraínumenn um að sprengja upp spítala

Úkraínskir hermenn Lugansk héraðinu fyrr í mánuðinum.
Úkraínskir hermenn Lugansk héraðinu fyrr í mánuðinum. AFP/Anatolii Stepanov

Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag að Úkraínumenn hefðu varpað sprengju á spítala í austurhluta Lugansk. 

Í tilkynningunni er fullyrt að fjórtán hafi látist og tuttugu og fjórir til viðbótar séu særðir. 

„Á laugardagsmorguninn skaut úkraínski herinn flugskeytum meðvitað á spítala í bænum Novoaidar,“ segir í tilkynningunni og þar er jafnframt sagt að fórnarlömbin væru bæði sjúklingar sem og starfsfólk á spítalanum. 

mbl.is