Svíar og Tyrkir karpa enn

Erdogan Tyrklandsforseti mun vilja halda forsetaembættinu eitt kjörtímabil enn.
Erdogan Tyrklandsforseti mun vilja halda forsetaembættinu eitt kjörtímabil enn. AFP

Spennan í milliríkjadeilu Svíþjóðar og Tyrklands hefur stigmagnast undanfarna daga en nýjasta útspil Tyrkja er ferðaviðvörun til eigin borgara. Þar er Tyrkjum ráðlagt að ferðast hvorki til Evrópu né Bandaríkjanna.

Þetta útspil má túlka sem svar við sambærilegum viðvörunum vesturveldanna sem hafa varað við ferðum til Tyrklands eftir að mótmæli og Kóranabrenna öfgamanna fyrir utan tyrknesk sendiráð bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi ullu mikilli úlfúð.

Trúarfyrirlitning og kynþáttaníð beggja vegna Atlantshafs

Tyrkir hafa vegna þessa hótað að meina Svíum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

Utanríkisráðuneyti Tyrklands varar nú við „hættulega mikilli trúarfyrirlitningu í Evrópu“ og vísuðu einnig til nýlegra dæma um bæði árásir gegn útlendingum víðs vegar um Bandaríkin. 

Forsetakosningar verða haldnar í Tyrklandi þann 14. maí en þar mun Recep Tayyip Erdogan, forseti, freista þess að halda sæti sínu. Margir telja því þetta útspil hans til þess fallið að boða út þjóðernissinnaðri kjósendur.

Mótmælin fyrir utan sendiráð Tyrklands hafa vakið athygli um gjörvallan …
Mótmælin fyrir utan sendiráð Tyrklands hafa vakið athygli um gjörvallan heim og má hér sjá mótmælendur í Pakistan lýsa óánægju sinni með sænska þjóð og stjórnvöld þar í landi. AFP
mbl.is