Atvinnumaður á skíðum fórst í snjóflóði

Fólk á gangi í snjónum er það heimsótti musterið Zenkoji …
Fólk á gangi í snjónum er það heimsótti musterið Zenkoji í Nagano í síðustu viku. AFP/Kazuhiro Nogi

Tveir menn fundust látnir í dag eftir að snjóflóð féll í héraðinu Nagano í miðhluta Japans í gær.

Bandarískur atvinnumaður á skíðum, Kyle Smaine, er annar þeirra sem fannst látinn, að sögn bandaríska skíðatímaritsins Mountain Gazette.

Tveir menn sem voru á ferðalagi með Smaine settu inn færslu á Instagram þar sem þeir greindu frá því að hann hefði farist í snjóflóði. 

Fjölskylda Smaine hefur staðfest andlát hans, að sögn NBC.

Austurríska utanríkisráðuneytið sagði að hinn maðurinn sem fórst hefði verið austurrískur ríkisborgari.

mbl.is