Barn fannst utandyra klukkustund eftir fæðingu

Aðeins klukkutími var liðinn frá því að barnið fæddist þegar …
Aðeins klukkutími var liðinn frá því að barnið fæddist þegar það fannst. Mynd úr safni. Ljósmynd/Pexels

Nýfædd stúlka fannst vafin inn í teppi á hæð fyrir utan hjólhýsabyggð í bandaríska ríkinu Flórída á laugardagsmorgun.

Stúlkan var enn tengd við fylgju þegar hún fannst. Þökk sé skjótum viðbrögðum lögreglu er stúlkan við góða heilsu og er ástand hennar stöðugt.

Fréttastofa ABC greindi frá þessu.

Lögreglunni í Polk-sýslu í Flórída barst tilkynning um að barn gréti hástöfum utandyra nálægt borginni Mulberry. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún nýfædda stúlkubarnið, sem hafði fæðst fyrir aðeins klukkutíma, að sögn lögreglunnar.  

Um ellefu stiga hiti var úti þegar barnið fannst. Lögreglan leitaði í kjölfarið að móður barnsins með hjálp dróna og leitarhunda en án árangurs.

mbl.is