Nefna kakkalakka eftir fyrrverandi

Það eru greinilega margir í hefndarhug á Valentínusardag
Það eru greinilega margir í hefndarhug á Valentínusardag Unsplash/Nowshad Arefin

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga, og ekki eru allir jafn hrifnir af rómantíkinni sem þá svífur yfir vötnum. Dýragarður í San Antonio í Texas nú býður fólki í ástarsorg nú að taka þátt í deginum á hátt sem hentar því, með því að nefna kakkalakka eftir fyrrverandi maka og horfa svo á hann étinn af dýrum garðsins.

Þetta er hluti af árlegri fjáröflun dýragarðsins, sem þeir nefna "Cry me a cockroach", og kostar litla 10 dollara, eða sem samsvarar um fjórtán hundruð krónum, að kenna kakkalakkann við fyrrverandi. Hugnist manni það síður má einnig nefna grænmeti eftir viðkomandi fyrir sem samsvarar 700 krónum, eða nagdýr fyrir 3.500 kr.

Allir sem styrkja söfnunina með þessum hætti fá stafrænt Valentínusarkort, sem þeir geta einnig sent fyrrverandi til að láta vita að það sé verið að hugsa til þeirra. Sé manni sérlega í nöp við viðkomandi má svo punga út sem samsvarar rúmum 20 þúsund krónum fyrir myndband með skilaboðum að eigin vali, sem sýnir kakkalakkann étinn.

Fleiri dýragarðar bjóða upp á svipaða þjónustu fyrir hryggbrotna sem virðist njóta mikilla vinsælda, en dýragarður í Toronto gaf um miðjan mánuðinn út að þeir þyrftu að hætta að taka við beiðnum vegna mikillar eftirspurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert