Íslendingurinn kominn til meðvitundar

Íslenskur maður er í haldi lögreglu í Noregi grunaður um …
Íslenskur maður er í haldi lögreglu í Noregi grunaður um að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína. AFP/Stian Lysberg Solum

Íslenska konan sem stungin var á McDonald's-veitingastað á norsku eyjunni Karmøy 19. janúar er komin til meðvitundar eftir því sem Ríkisútvarpið greinir frá en hún hefur ekki gefið lögreglu skýrslu enn þá.

Hefur fórnarlambið legið þungt haldið á sjúkrahúsi, fyrst í Haugesund en síðar í Bergen, og verið haldið þar sofandi auk þess að gangast undir aðgerðir.

Hefur RÚV eftir saksóknaranum Else Lokna í Stavanger að lögregla sé komin með mynd af atburðarásinni og rannsókn málsins standi enn. Lögregla hafi þekkt til fólksins fyrir og fyrrverandi eiginmaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, sætt nálgunarbanni gagnvart konunni. Um það mál gæti lögregla hins vegar ekki tjáð sig að svo búnu.

RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert