Hylki með geislavirku efni fannst í Ástralíu

Hylkið með geislavirka efninu týndist í Ástralíu en hefur nú …
Hylkið með geislavirka efninu týndist í Ástralíu en hefur nú fundist. Ljósmynd/Colourbox

Lítið en hættulegt geislavirkt hylki sem féll af vörubíl á þjóðvegi í eyðimörk í vesturhluta Ástralíu í síðustu viku hefur fundist.

„Þetta eru góð tíðindi og þarna hefur nál í heystakki fundist. Ég held að íbúar í vesturhluta Ástralíu geti sofið betur í nótt,“ sagði ráðherrann Stephen Dawson.

Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að hylkinu, sem týndist þegar verið var að flytja það 1.400 kílómetra leið.

Fyrirtækið Rio Tinto baðst afsökunar á því að hafa týnt hylkinu, sem hefði getað valdið alvarlegum skaða ef einhver hefði meðhöndlað það, að því er BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert