Rafbílasala aldrei meiri í ríkjum ESB

Bifvélavirki gengur framhjá rafbílum á verkstæði í Frakklandi í fyrra.
Bifvélavirki gengur framhjá rafbílum á verkstæði í Frakklandi í fyrra. AFP/Loic Venance

Rafbílasala náði nýjum hæðum í Evrópusambandinu á síðasta ári. Hlutfall bíla sem eru knúnir áfram af rafhlöðum nam 12,1 prósenti af sölu nýrra bíla á árinu, miðað við 9,1 prósent árið 2021.

Samtökin ACEA, sem eru fulltrúar stærstu bílaframleiðandanna sem eru með höfuðstöðvar í Evrópu, greindu frá þessu.

Forstjóri ACEA, Sigrid De Vries, á blaðamannafundi í gær.
Forstjóri ACEA, Sigrid De Vries, á blaðamannafundi í gær. AFP/Kenzo Tribouillard
mbl.is