Segir Vesturlönd ætla að eyðileggja Rússland

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP/Maxim Shipenkov/Pool

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar Vesturlönd um að hafa í hyggju að valda Rússum varanlegum skaða og gagnrýnir Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, harðlega.

Ursula von der Leyen....sagði að niðurstaða stríðsins ætti að verða ósigur Rússlands, ósigur sem verður til þess að í áratugi, marga áratugi, geta Rússar ekki endurreist efnahag sinn. Eru þetta ekki kynþáttafordómar, ekki nasismi – frekar en tilraun til að leysa „rússnesku spurninguna“?“ sagði Lavrov í ummælum í rússneska ríkissjónvarpinu og vísaði þar í sigur Rússa gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni.

Ursula von der Leyen er kom­in í Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, ásamt teymi emb­ætt­is­manna, degi áður en sam­eig­in­leg­ur leiðtoga­fund­ur Úkraínu og ESB hefst þar í borg. 

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur margsinnis líkt því sem hann kallar „sérstaka hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu við stríðið gegn þýskum nasistum.

Hann réðst inn í Úkraínu í febrúar í fyrra og sagðist ætla að uppræta nasisma í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert