Leikmaður Eagles ákærður fyrir nauðgun og frelsissviptingu

Sills spilar með Eagles.
Sills spilar með Eagles. AFP

Josh Sills, sóknarlínumaður bandaríska ruðningsliðsins Eagles, hefur enga möguleika á að spila með liðinu í Ofurskálinni sunnudaginn 12. febrúar, þar sem hann er ákærður fyrir nauðgun og frelsissviptingu.

Dómsmálaráðuneyti Ohio hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að ákæran hafi verið lögð fram og að meint brot hafi átt sér stað í desember árið 2019. Þá á Sills að hafa haldið brotaþola nauðugum og stundað samræði gegn vilja hans.

Mætir fyrir dóm 16. febrúar

Sills er gert að mæta fyrir dóm þann 16. febrúar, fjórum dögum eftir að Eagles mæta Kansas City Chiefs í Ofurskálinni sem fram fer í Arizona-ríki í Bandaríkjunum. 

NFL hefur gefið út að Sills hafi verið settur á svokallaðan undanþágulista, sem er fyrir þá leikmenn sem eru ekki virkir. Þá er ekki talið víst að Sills hefði spilað með Eagles í Ofurskálinni þar sem hann hefur einungis einu sinni spilað með liðinu á yfirstandandi leiktíð.

mbl.is