16 ára stúlka lést eftir hákarlaárás

Hákarlaárásin átti sér stað í úthverfi Perth í Ástralíu.
Hákarlaárásin átti sér stað í úthverfi Perth í Ástralíu. Skjáskot/Google maps.

Sextán áströlsk ára stúlka lést í dag eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás þar sem hún synti í ánni Swan River í úthverfi Perth í Ástralíu, North Fremantle.

Ekki er vitað af hvaða tegund hákarlinn var sem réðst á stúlkuna, að fram kemur í yfirlýsingu frá yfirvöldum.

Hún var dregin uppúr ánni og úrskurðuð látin á vettvangi eftir að tilraunir til að koma henni til bjargar mistókust, að sögn lögreglustjóra. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, nema að stúlkan var með vinum sínum við ánna.

„Þau voru á sjóköttum. Það er möguleiki á því að þau hafi séð höfrunga og að stúlkan hafi stokkið út í ána til að synda með þeim,“ sagði Paul Robinson lögreglustjóri.

Það mun vera óvenjulegt að hákarlar séu í þeim hluta árinnar þar sem árásin átti sér stað, en yfirvöld hafa hvatt fólk til að fara gætilega við Svan River

mbl.is