Fimm látnir eftir snjóflóð í Austurríki og Sviss

Yfirvöld í Austurríki hafa beðið vetraríþróttafólk um að sýna aðgát …
Yfirvöld í Austurríki hafa beðið vetraríþróttafólk um að sýna aðgát vegna mikillar snjókomu og mikils vinds sem eykur hættuna á snjóflóðum. AFP

Fimm manns eru látin eftir snjóflóð í Austurríki og Sviss síðustu tvo daga. Yfirvöld vara við hættulegum aðstæðum vegna óstöðugrar snjóþekju.

17 ára Nýsjálendingur lést í Ölpunum er hann var að skíða utan brauta. Þá lést 32 ára gamall Kínverji í gær nærri Soelden-skíðasvæðinu í Austurríki en hann var einnig að skíða utan brautar. 

Sá þriðji, maður á sextugs aldri, fannst látinn í dag eftir að leit hófst að honum í gær í Kleinwalsertal-dalnum, nærri landamærum Austurríkis að Þýskalandi. 

Í Sviss létust tveir í morgun eftir að snjóflóð féll í suðausturhluta landsins. Að sögn lögreglu voru hin látnu 56 ára gömul kona og 52 ára gamall karlmaður. Einn var með parinu sem lifði flóðið af. 

Yfirvöld í Austurríki hafa beðið vetraríþróttafólk um að sýna aðgát vegna mikillar snjókomu og mikils vinds sem eykur hættuna á snjóflóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert