Íhuga að skjóta niður loftbelginn

Loftbelgurinn svífur nú yfir Norður-Karólínu.
Loftbelgurinn svífur nú yfir Norður-Karólínu. AFP/Chase Doak

Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta niður kínverska loftbelginn, sem svífur í bandarískri lofthelgi, yfir Atlantshafinu. 

AP-féttaveitan greinir frá þessu en Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við blaðamann í dag að stjórnin myndi „sjá um málið“. Loftbelgurinn svífur nú yfir Norður-Karólínu. 

Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra frestaði heimsókn sinni til Peking vegna belgsins og sagði málið vera brot á full­veld­is­rétti lands­ins.

Í yfirlýsingu sem kínverska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í morgun sagði að formleg heimsókn hafi aldrei verið tilkynnt. 

Kínversk yfirvöld greindu frá því í gær að loftbelgurinn væri ómannaður og að hann hafi óvart flogið í bandarísku lofthelgina. 

Þá neita Kínverjar að belgurinn sé notaður til njósna, heldur sé hann notaður til veðurrannsókna.

mbl.is