Stöðva flugumferð vegna loftbelgsins

Öll umferð á flugvöllunum þremur í Suður- og Norður-Karólínu hefur …
Öll umferð á flugvöllunum þremur í Suður- og Norður-Karólínu hefur verið stöðvuð. AFP/Ed Jones

Flugumferð til og frá þremur flugvöllum í Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið stöðvuð vegna kínverska loftbelgsins sem svífur nú yfir ríkin. 

Öll umferð á flugvöllunum þremur var stöðvuð til þess að „aðstoða varnarmálaráðuneytið við að gæta þjóðaröryggis“ að sögn flugmálastofnunar Bandaríkjanna. 

Fyrr í kvöld var greint frá því að yfirvöld íhuga nú að skjóta loftbelginn niður yfir Atlantshafinu. 

mbl.is