Tugþúsundir mótmæltu afnámi kóngs­bæna­dags

Áætlað er að á milli 40 og 50 þúsund mótmælendur …
Áætlað er að á milli 40 og 50 þúsund mótmælendur komu saman fyrir utan þingið í Kaupmannahöfn. AFP

Tugþúsundir Dana mótmæltu í dag áætlunum ríkisstjórnarinnar að afnema niður kóngs­bænadag, eða Store bededag, sem verið hef­ur al­menn­ur frí­dag­ur í land­inu all­ar göt­ur síðan 1686 og er fjórði föstu­dag­ur eft­ir páska.

„Þetta er algjörlega ósanngjörn tillaga,“ sagði Lizette Risgaard, formaður launþega­sam­tak­anna Fag­be­væg­el­sens Ho­vedorg­an­isati­on, sem skipulagði mótmælin. 

Áætlað er að á milli 40 og 50 þúsund mótmælendur komu saman fyrir utan þingið í Kaupmannahöfn. Um 70 rútur voru fengnar til þess að ferja mótmælendur alls staðar af landinu til höfuðborgarinnar. 

AFP/Emil Helms/Ritzau Scanpix

Ætl­un­in er að kóngs­bænadag­ur verði á ný al­menn­ur vinnu­dag­ur. Við þetta auk­ist skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs um 3,2 millj­arða danskra króna, jafn­v­irði tæp­lega 66,5 millj­arða ís­lenskra, og þeir fjár­mun­ir skulu sam­kvæmt rík­is­stjórn lands­ins ganga í sjóð varn­ar­mála.

Risgaard sagði við AFP-fréttaveituna að ákvörðunin væri „gegn danskri fyrirmynd“. Þá spurði hún hvort að ríkisstjórnin ætli í framhaldinu að afnema sunnudag sem frídag ef ríkissjóð vantar pening. 

Mótmælandinn Kurt Frederiksen sagði að peningar sem renna til stríðsrekstur munu aldrei leiða til friðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert