Yfir 1.200 látnir eftir jarðskjálftann

Slösuð kona borin úr rústum byggingar í Sýrlandi.
Slösuð kona borin úr rústum byggingar í Sýrlandi. AFP

Yfir 1.200 manns eru látnir eftir jarðskjálftann sem gekk yfir Tyrkland og Sýrland snemma í morgun. Eftirskjálfti af stærðinni 7,5 varð í suðausturhluta Tyrklands í morgun, en upphaflegi skjálftinn mældist 7,8 stig. 

Erdogan Tyrklandsforseti sagði að 912 manns hefðu farist í Tyrklandi og að 5.300 til viðbótar hefðu slasast.

Björgunarstarf í sýrlensku borginni Hama
Björgunarstarf í sýrlensku borginni Hama AFP/Louai Beshara

Að minnsta kosti 560 manns eru látnir og yfir eitt þúsund slasaðir í Sýrlandi eftir skjálftann.

Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands vegna skjálftans.mbl.is