Carlsberg hækkar verð

Carlsberg sér fram á verðhækkanir.
Carlsberg sér fram á verðhækkanir.

Danski bjórframleiðslurisinn Carlsberg hefur uppi áætlanir um að hækka verð á framleiðsluvörum sínum.

Cees't Hart, forstjóri Carlsberg sagði að afkoma fyrirtækisins hafi verið góð á síðasta ári þrátt fyrir neikvæð áhrif stríðsreksturs Rússa í Úkraínu, hærra orkuverðs og eftirköst heimsfaraldurs, sér í lagi í Asíu.

Hærra raforkuverð og meiri hráefniskostnaður mun hafa áhrif á þessu ári. Fyrirtækið hyggst bregðast við með því að hækka söluverð á framleiðslunni.

Í tilkynningu frá félaginu segir að hærra söluverð í bland við aukna verðbólgu kunni að hafa áhrif á bjórsölu á einhverjum mörkuðum fyrirtækisins, sér í lagi í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert