„Börnin eru að frjósa úr kulda“

Björgunarsveitir draga manneskju sem komst lífs af upp úr rústum …
Björgunarsveitir draga manneskju sem komst lífs af upp úr rústum byggingar í tyrknesku borginni Kahramanmaras. AFP/Adem Altan

Yfir 8.300 manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftana sem skóku Tyrkland og Sýrland. Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu, meðal annars í miklum kulda á næturnar, við að leita að fólki í rústum bygginga sem hrundu til grunna.

Óttast er að fjöldi látinna gæti tvöfaldast.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að tíminn sé að renna út fyrir þær þúsundir sem eru slasaðar og óttast er að séu fastar í rústunum.

AFP/Adem Altan

Margir hafa kvartað yfir því hversu hjálpin er lengi að berast. 

„Ég næ ekki bróður mínum úr rústunum. Ég næ ekki frænda mínum. Horfið hérna í kring. Hérna er enginn embættismaður frá ríkinu. Í guðanna bænum,“ sagði Ali Sagiroglu í tyrkensku borginni Kahramanmaras.

„Í tvo daga höfum við ekki séð neinn frá ríkinu hérna... börnin eru að frjósa úr kulda,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert