Selenskí heimsækir Bretland í dag

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Sergei Supinskí

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ætlar í sína fyrstu heimsókn til Bretlands í dag síðan Rússar réðust inn í land hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá breskum stjórnvöldum, sem segjast einnig ætla að veita úkraínskum hermönnum kennslu í að fljúga herþotum.

Selenskí hyggst hitta Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og einnig ávarpa breska þingið.

mbl.is