Frágangur bygginga stóra málið

Konur bíða aðstoðar við heimili sitt er hrundi til grunna.
Konur bíða aðstoðar við heimili sitt er hrundi til grunna. AFP/Ozan Kose

Ekki er ástæða til að búast við viðlíka jarðskjálftum hér á landi og þeim er skóku Tyrkland og Sýrland í byrjun vikunnar, að mati Kristínar Jónsdóttur, jarðskjálftafræðings og hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands.

Stærsti skjálftinn, sem var 7,8 að stærð, varð fyrir sólarupprás á mánudagsmorgun. Staðfest dauðsföll eru þegar yfir 11 þúsund en búist er við því að sú tala muni hækka til muna. Milljónir manna hafa undanfarin ár flúið á þetta svæði vegna stríðsins í Sýrlandi og annarra átaka og munu áhrif skjálftanna hafa áhrif á þá. Mesta eyðileggingin er nærri miðju skjálftans á milli borganna Gaziantep og Kahramansmaras en Tyrkir segja að yfir þrjú þúsund byggingar hafi hrunið til grunna.

Kristín Jónsdóttir.
Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Ásdís

„Ástandið þarna er greinilega mjög slæmt. Þetta var auðvitað mjög stór skjálfti og það var þétt byggð þarna. Byggingarnar voru kannski ekki allar þær sterkustu. Það er ekki verið að byggja eftir ströngum byggingarstaðli, þó hann kannski liggi fyrir þá er ekki alls staðar verið að fara eftir honum. Svo er þarna mikið af eldgömlum byggingum sem erfitt er að breyta,“ segir Kristín Jónsdóttir. Hún segir að frágangur bygginga sé stóra málið í svona skjálftum en undirlagið skipti líka máli. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »