Stýrivextir í Svíþjóð ekki hærri í 15 ár

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP/Ludovic Marin

Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í morgun um hækkun stýrivaxta. Stýrivextir í Svíþjóð hafa ekki verið hærri síðan árið 2008 en þrálát verðbólga í Svíþjóð hefur verið í tveggja stafa tölu um nokkurt skeið, en stendur nú í 12,3 prósentum. 

Í yfirlýsingu bankans kom fram að herða þyrfti peningastefnu til að halda verðbólgu niðri. Gefið var í skyn að stýrivextir gætu hækkað enn frekar á næstu mánuðum. 

Hækkunin í morgun var hálft prósentustig, eða 50 punktar, líkt og hækkun Seðlabanka Íslands í gær. Stýrivextir í Svíþjóð eru þó töluvert lægri heldur en hér á landi, eða 3 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert