Ásakanir ganga á víxl í belgjastríði

Bandaríska sjóhernum var falið að endurheimta brak loftbelgs sem skotinn …
Bandaríska sjóhernum var falið að endurheimta brak loftbelgs sem skotinn var niður undan ströndum Suður-Karólínu nýverið. AFP/Bandaríski sjóherinn

Skollið er á eins konar belgjastríð á milli Bandaríkjanna og Kína hvar yfirlýsingar og ásakanir ganga óspart á víxl.

Hafa bandarískar orrustuþotur nú skotið niður einn loftbelg og þrjá „fljúgandi furðuhluti“ (e. UFO) yfir Bandaríkjunum og Kanada. Hefur furðuhlutum þessum m.a. verið lýst sem „átthyrndum“ og var minnst einn þeirra með hangandi áfasta „þræði“.

Vestanhafs beina menn kastljósinu að Kína sem á móti sakar Bandaríkin um sams konar loftbelgjaferðir í kínverskri lofthelgi.

Segjast Kínverjar munu skjóta niður bandaríska belgi haldi þeir áfram að streyma þangað.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert