Óttast að Rússar fái sömu meðferð og Kína

Jens Stoltenberg mun flytja erindi á öryggisráðstefnu í dag.
Jens Stoltenberg mun flytja erindi á öryggisráðstefnu í dag. AFP

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hefur áhyggjur af því að vesturveldin taki Rússa sömu vettlingatökum þau tóku Kínverja þegar þeir risu til valda. Hann hvetur bandamenn til að senda Úkraínumönnum vopn til að beita gagnsókn.

„Við þurfum að gefa Úkraínumönnum öll þau vopn sem þeir þurfa til þess að standa uppi sem sigurvegarar og fullvalda, sjálfstætt evrópskt ríki,“ segir í erindi Jens Stoltenbergs sem hann mun flytja á öryggisráðstefnu í Munchen í dag. 

Pútin vilji ekki frið

Bráðum verður ár liðið frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu en ríki Atlantshafsbandalagsins hafa sent Úkraínumönnum vopnabúnað fyrir hundruð milljarða íslenskra króna.

Stoltenberg segir að betur megi ef duga skal og kallar eftir ennþá meiri vopnabúnaði.

„Pútín er ekki að leggja á ráðin um frið. Hann er að leggja á ráðin um áframhaldandi stríðsrekstur,“ segir Stoltenberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert