Fjarlægð sé að myndast á milli Trump og Fox

Fox er í klandri og Trump ósáttur.
Fox er í klandri og Trump ósáttur. AFP/MICHAEL M. SANTIAGO, GIORGIO VIERA

Sjónvarpsstöðin Fox News virðist nú hafa klippt á beina strenginn sem lá á milli þeirra og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Að minnsta kosti tímabundið.

Þetta gerist í kjölfar lögsóknar Dominion Voting Systems (DVS), framleiðanda kosningavéla sem notaðar eru í Bandaríkjunum, gegn Fox news. DVS hefur höfðað mál gegn Fox fyrir að hafa leyft röngum og misvísandi upplýsingum um stuldur bandarísku forsetakosninganna árið 2020 að grassera á miðlum sínum.

Guardian greinir frá því Trump hafi ekki sést á virkum degi á skjám Fox síðan í september síðastliðnum. Þó hafi Nikki Haley og Vivek Ramaswamy sem hafa bæði kynnt framboð sitt til forseta innan Repúblikanaflokksins, fengið þó nokkra athygli á skjám Fox. Það sama eigi við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída sem talið er líklegt að bjóði sig einnig fram til forseta fyrir kosningarnar 2024.

Fyrr í vikunni var greint frá því að fjölmiðlamaðurinn og stjórnarformaður Fox, Rupert Murdoch hefði í skýrslutöku vegna máls DVS sagt að einhverjir fréttamenn Fox hafi dreift samsæriskenningum sem snérust að kosningasvindli. DVS hefur þó sýnt með smáskilaboðum sem fyrirtækið hefur undir höndum að fréttamenn hæddust að kenningum Trump á bakvið luktar dyr.

Murdoch hefur viðurkennt að hann hefði ekki átt að lefa samæriskenningamönnum að fá pláss á Fox líkt og var gert. Einnig hefur komið fram að Murdoch hafi verið varaður við því að miðla kenningum um kosningasvindl.

Guardian hefur ekki tekist að fá meint Trump bann Fox staðfest en Trump hafi í vikunni látið gamminn geisa á eigin samfélagsmiðli „Truth Social.“ Þar hafi hann meðal annars sagt að trúi Murdoch því ekki að kosningunum hafi verið stolið „þrátt fyrir sannanir“ ætti hann að hætta í fréttabansanum hið snarasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert