Gæti kostað Þjóðverja næstum billjón evra

Loftslagsganga í New York fyrir nokkrum dögum.
Loftslagsganga í New York fyrir nokkrum dögum. AFP/Spencer Platt

Öfgafyllra veðurfar vegna hlýnunar jarðar gæti kostað Þýskaland næstum eina billjón evra fyrir árið 2050, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem ríkisstjórn landsins óskaði eftir.

Afleiðingar hækkandi hitastigs jarðar, þar á meðal mikil flóð eða mikill hiti, gætu kostað þetta stærsta hagkerfi Evrópu allt að 910 milljarða evra.

Talan er „mat í lægri kantinum“, að sögn efnahagsráðuneytis Þýskalands, þar sem líkanið sem notast var við gat ekki tekið með í reikninginn öll möguleg áhrif loftslagsbreytinga.

Viðbótardauðsföll, verri lífsskilyrði og útdauði dýrategunda og planta voru ekki með í matinu, „þrátt fyrir mikilvægið“, að sögn ráðuneytisins. Þess vegna er búist við því að kostnaðurinn vegna hlýnunar jarðar verði „umtalsvert hærri“ í landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert