Orð Trumps hafi ógnað öryggi fjölskyldu sinnar

Pence var varaforseti þegar Trump var forseti.
Pence var varaforseti þegar Trump var forseti. Anna Moneymaker / Getty Images North America/ Getty Images via AFP

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, telur að sagan muni dæma Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og hans þátt í árásinni á banda­ríska þing­húsið í janú­ar árið 2021. 

Pence var gestur á hátíðarkvöldverði blaðamanna í Washington DC í Bandaríkjunum í gær.

„Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence í ræðu sinni.

Einnig sagði hann kærulaus orð Trumps hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og öllum annarra í þinghúsinu. „Og ég veit að sagan mun draga Donald Trump til ábyrgðar," sagði Pence.

mbl.is

Bloggað um fréttina