Bjó með líki mánuðum saman áður en hann skaut sig

Houston í Texas. Mynd úr safni.
Houston í Texas. Mynd úr safni. AFP

Maður skaut sjálfan sig til bana í borginni Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum á laugardaginn eftir að lögregla hafði ruðst inn á heimili hans vegna ábendinga frá nágrönnum um að ekki hafði sést til mannsins í nokkra mánuði.

Þegar lögreglan rannsakaði vettvang komst í ljós að maðurinn hafi geymt lík inn í húsinu mánuðum saman. Fréttastofa ABC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Hafði rotnað í nokkra mánuði

Nágrannar mannsins tilkynntu lögreglunni að þau höfðu ekki séð manninn í langan tíma en þegar að lögregla kom á vettvang tók hún eftir því að vond lykt stafaði frá heimilinu og að urmull flugna hafði safnast saman við einn vegg hússins.

Þegar lögregla fór inn á heimilið heyrðist hávær hvellur en stuttu seinna fannst maðurinn látinn í svefnherbergi vegna byssuskots. Í öðru svefnherbergi fannst lík af öðrum manni sem hafði rotnað þó nokkuð. Fyrstu rannsóknir sýndu að líkið hafði verið þarna í nokkra mánuði hið minnsta.

Rannsakendur telja að mennirnir tveir hafi búið saman en þeir voru báðir á sjötugsaldri. Rannsókn stendur enn yfir og er margt sem enn er óvitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert