Táknræn eldflaugaskot Norður-Kóreu

Hér er útsending á fimmtudaginn þegar yfirvöld í Norður Kóreu …
Hér er útsending á fimmtudaginn þegar yfirvöld í Norður Kóreu skutu eldflaugaskoti á svipuðum slóðum og í dag. AFP/Anthony Wallace

Norður-Kórea skaut tveimur eldflaugum frá kafbáti nokkrum klukkustundum áður en Bandaríkin og Suður-Kórea ætluðu að hefja stóra sameiginlega heræfingu, að því er ríkisfjölmiðlar greindu frá. Tímasetning skotanna er því engin tilviljun.

Kafbátur skaut vopnunum úr sjónum undan austurströnd borgarinnar Sinpo á sunnudagsmorgun, að sögn fréttastofu KCNA. Síðasta fimmtudag var einnig skotið eldflaugaskoti á svipuðum slóðum sem telja má varnaðartákn til Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Suður-kóreski herinn sagðist hafa uppgötvað að skotið hefði verið á loft einu eldflaugarskoti í dag, án þess að gefa upp nánari upplýsingar, að sögn Yonhap fréttastofunnar.

KCNA sagði að æfingin hefði heppnast vel, þar sem flaugarnar hefðu hitt á þar til gerð og ótilgreind skotmörk á hafsvæðinu undan austurströnd Kóreuskagans.

Sameiginleg heræfing er stríðsyfirlýsing

Skotið kom nokkrum klukkustundum áður en Suður-Kórea og Bandaríkin höfðu skipulagt að hefja stærstu sameiginlegu heræfingar sínar síðustu fimm árin snemma mánudagsmorguns. Yfirvöld í Norður-Kóreu sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða hafa varað við því yfir að slíkar sameiginlegar heræfingar verði litið á sem „stríðsyfirlýsingu“.

Í frétt KCNA, sem greindi frá eldflaugaskotinu í dag, sagði að skotið hefði verið tákn „óbifanlegrar afstöðu“ Norður-Kóreu gegn öllu hersamstarfi Bandaríkjanna við Suður-Kóreu.

mbl.is