Segir Tyrki munu samþykkja Finna í NATO

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Forseti Finnlands, Sauli Niinisto, tilkynnti í dag að Tyrkland muni samþykkja umsókn Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Forsetinn mun heimsækja Tyrkland á föstudag þegar ákvörðunin verður tilkynnt.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gaf í skyn fyrr í dag að hann myndi gefa Finnlandi grænt ljóst á inngöngu í bandalagið og sagðist ætla að standa við loforð sitt.

Líkurnar aukist

Svíþjóð og Finnland sóttu um aðild að NATO á síðasta ári en stjórnvöld í Tyrklandi hafa sett sig upp á móti því að Svíar fá inngöngu.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að líkurnar á því að Finnland gangi í NATO á undan Svíþjóð hefðu aukist á undanförnum vikum.

„Ég mun halda áfram vinnu minni við að styðja sænska aðild að NATO,“ sagði Niinisto og bætti við að hann hefði rætt málið við Kristersson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert