Bandaríkin birta myndskeið af árásinni

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (Pentagon) hefur birt myndband sem sýnir rússneska herþotu granda njósna- og eftirlitsdróna yfir Svartahafi. Moskvuvaldið hefur ítrekað neitað afskiptum, sagt flugmenn sína ekki hafa stuggað við drónanum. Annað hefur nú komið í ljós.

Njósnadróninn er af gerðinni MQ-9 Reaper og var hann á flugi í alþjóðlegri lofthelgi þegar honum var grandað. Myndbandið sýnir rússneska herþotu nálgast hann í tvígang. Í bæði skiptin varpar þotan eldsneyti yfir drónann og gerir því næst tilraun til að kveikja í honum með afturbrennurum.

Þotan skellur þó utan í drónann í seinni tilraun og veldur altjóni á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert