Vilja að Bandaríkin hætti aðgerðum gegn TikTok

Bandaríkjamenn vilja breytt eignarhald á TikTok.
Bandaríkjamenn vilja breytt eignarhald á TikTok. AFP/Nicolas Asfouri

Kínversk stjórnvöld krefjast þess að Bandaríkin hætti aðgerðum sínum gegn TikTok eftir að samfélagsmiðillinn vinsæli staðfesti að bandarísk stjórnvöld hefðu óskað eftir að því hann yrði seldur. Annars yrði TikTok mögulega bannað í landinu.

Bandarísk stjórnvöld segja að hugsanlega stafi ógn við þjóðaröryggi af samfélagsmiðlinum, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, vegna þeirra upplýsinga sem hann safnar saman um milljónir notenda sinna.

„Bandaríkjunum hefur til þessa ekki tekist að sanna að TikTok ógni þjóðaröryggi í Bandaríkjunum,“ sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Hvatti hann bandarísk stjórnvöld til að „hætta óskynsamlegri kúgun í garð þessa fyrirtækis". 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert