Biden segir engin vettlingatök duga til

Joe Biden, Bandaríkjaforseti
Joe Biden, Bandaríkjaforseti WIN MCNAMEE

Joe Biden Bandaríkjaforseti biðlaði í dag til Bandaríkjaþings að vera harðari í aðgerðum sínum gegn stjórnendum föllnu bankanna.

Gjaldþrot Silicone Valley Bank og Signature Bank eru þau stærstu í bankakerfinu frá hruninu 2008 og hafa valdið áhyggjum í Bandaríkjunum og í Evrópu um að fleiri bankar muni hljóta sömu örlög á næstunni.

Í ávarpi sínu sagði hann mikilvægt að setja fordæmi um að enginn væri hafinn yfir lögin. „Þingið verður að bregðast við og beita harðari viðurlögum á stjórnendur bankanna, en það er vegna slæmra stjórnunarhátta þeirra, að stofnanirnar hafa fallið“.

Strangari reglugerðir mikilvægur fælingarmáttur

Stjórn Bidens hefur haft hraðar hendur við að tryggja að gjaldþrotin tvö hafi ekki langvarandi áhrif á bankakerfi Bandaríkjanna og hafa stjórnvöld kallað á um hertari reglur til að tryggja betri stöðugleika í framtíðinni.

„Efling ábyrgðar er mikilvægur fælingarmáttur til að koma í veg slæma stjórnunarhætti sem þessa í framtíðinni,“ sagði Biden í yfirlýsingunni.

 Það ætti að vera auðveldara fyrir eftirlitsaðila að beita stjórnendur refsiaðgerðum í tilfellum sem þessum, til dæmis með því að sekta þá, krefja um bætur og banna þeim að starfa aftur innan bankaiðnaðarins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert