Muna hverjir studdu Úkraínu

Dmytro Kuleba.
Dmytro Kuleba. AFP/Michael M. Santiago

Þjóðir sem „komu illa fram við Úkraínu“ verða dregnar til ábyrgðar að loknu stríðinu, að sögn Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.

Í samtali við BBC sagði hann jafnframt að þær ákvarðanir sem hver og ein þjóð tók eftir innrás Rússa í Úkraínu verða „teknar með í reikninginn þegar kemur að því að byggja upp samskipti til framtíðar“.

Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði.
Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði. AFP/Sergei Shestak

Hann varaði einnig við að tafir á hergögnum frá Vesturlöndum muni kosta mannslíf í Úkraínu.

„Ef ein sending frestast um einn dag þýðir það að einhver í víglínunni á eftir að deyja,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert