Milljónir dauðra fiska stífluðu á í Ástralíu

Dauðu fiskarnir þekja yfirborð árinnar Darling á köflum.
Dauðu fiskarnir þekja yfirborð árinnar Darling á köflum. AFP

Áin Darling við smábæinn Menindee í Nýju Suður-Wales er stífluð á stórum köflum vegna milljóna rotnandi fiska. Hin stíflaða á hefur nærri því þurrkast upp vegna hitabylgju sem gengur yfir svæðið.

Dauða fiskanna má meðal annars rekja til þverrandi súrefnismagns í ánni vegna uppþurrkunar. 

Þriðja sinn á síðustu fimm árum

„Þetta er í raun hræðilegt, hér eru dauðir fiskar svo langt sem augað eygir,“ er haft eftir íbúa í Menindee hjá fréttaveitunni AFP. 

Stjórnvöld í Nýju Suður-Wales sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að dauðu fiskarnir hlaupi á milljónum. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2018 sem dauðir fiskar stífla ána og yfirvöld óttast að þetta eigi eftir að gerast aftur.

Um 500 manns búa í Menindee en flóð og þurrkar á víxl hafa leikið íbúa grátt.

mbl.is