Að minnsta kosti 14 látnir eftir skjálftann

Skelkaðir íbúar í borginni Machala í Ekvador í gær.
Skelkaðir íbúar í borginni Machala í Ekvador í gær. AFP/Gleen Suarez

Að minnsta kosti 14 eru látnir og þó nokkrir slasaðir, auk þess sem byggingar eyðilögðust, í kröftugum jarðskjálfta sem gekk yfir Perú og Ekvado í gær.

Ónýtar byggingar og illa farnir bílar sáust í borgum á borð við Machala og Cuenca í Ekvador. Viðbragðsaðilar komu skelkuðum íbúum til aðstoðar sem höfðu hlaupið út á göturnar.

Ónýt bygging í borginni Machala í Ekvador.
Ónýt bygging í borginni Machala í Ekvador. AFP/Gleen Suarez

Skjálftinn mældist 6,8 stig og varð á næstum 66 kílómetra dýpi. Hann varð klukkan 12.12 á staðartíma, eða klukkan 17.12 að íslenskum tíma.

Viðbragðsaðilar að störfum í borginni Cuenca í Ekvador í gær.
Viðbragðsaðilar að störfum í borginni Cuenca í Ekvador í gær. AFP/Fernando Machado

Upptök hans voru í bænum Balao í Ekvador, skammt frá landmærunum að Perú, að sögn yfirvalda.

Ónýtur bíll í borginni Cuenca í Ekvador.
Ónýtur bíll í borginni Cuenca í Ekvador. AFP/Fernando Machado
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert