Taílenski forsætisráðherrann leysti upp þingið

Prayut Chan-O-Cha hefur verið við völd síðan árið 2014.
Prayut Chan-O-Cha hefur verið við völd síðan árið 2014. AFP/Lillian Suwanrumpha

Taílenski forsætisráðherrann Prayut Chan-O-Cha leysti upp þing landsins í dag og er búinn að boða til kosninga í maí. 

Prayut Chan-O-Cha hefur leitt herforingjastjórn landsins frá árinu 2014 og leitast nú eftir meiri stuðningi. 

Paetongtarn Shinawatra, leiðtogi Pheu Thai-flokksins, er helsti andstæðingur stjórnarinnar en það mun reynast honum erfitt að komast í stjórn eftir breytingar á stjórnarskránni árið 2017. 

Í maí verður því kosið í annað sinn frá valdaráninu árið 2014 og í fyrsta sinn eftir mikil mótmæli ungs fólks í Bangkok árið 2020 þar sem kallað var eftir lýðræði.

mbl.is