Xi heldur í heimsókn til Rússlands

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping forseti Kína árið 2019.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping forseti Kína árið 2019. AFP

Xi Jinping forseti Kína heldur í opinbera heimsókn til Rússlands í dag. Segja kínversk stjórnvöld að heimsókn Xis eigi að vera „friðarheimsókn“, en Kínverjar segjast vilja miðla málum í Úkraínustríðinu, þrátt fyrir að hafa átt í nánu samstarfi við Rússa.

Heimsókn Xis mun standa í þrjá daga, en þetta er í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldursins sem hann heldur til Rússlands.

Heimsókn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til hernumdu borgarinnar Maríupól í gær vakti hörð viðbrögð úkraínskra ráðamanna.

„Hann kemur hingað í eigin persónu til þess að berja augum það sem hann hefur gert. Hann kemur til að sjá það sem honum verður refsað fyrir,“ sagði Vadím Boytsjenkó borgarstjóri Maríupól, sem er í útlegð frá eigin borg.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »