Segir friðaráætlun Kína geta bundið enda á stríðið

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Xi Jinping, forseta Kína í Kreml …
Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti og Xi Jinping, forseta Kína í Kreml í dag. AFP/Pavel Byrkin

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti segir að friðaráætlun Kína fyrir Rússland og Úkraínu gæti verið grundvöllur til að binda enda á stríðið.

Þá sagði hann að það væru ekki forsendur til að leggja áætlunina fram fyrr en stjórnvöld í Kænugarði og Vesturlöndum séu tilbúin.

Gerir ekki ráð fyrir að Rússar yfirgefi Úkraínu

Friðaráætlun Kína fyrir Rússland og Úkraínu, sem birt var í síðasta mánuði, gerir ekki beinlínis ráð fyrir því að Rússar yfirgefi Úkraínu. Pútín hitti Xi Jinping, forseta Kína, í Moskvu í dag.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sett sem skilyrði fyrir hvers kyns viðræðum að Rússar yfirgefi úkraínska grundu en ekkert bendir til þess að Rússar séu reiðubúnir til þess.

Getur Kína leitt friðarumleitanir?

Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Pútín að mörg ákvæði kínversku friðaráætlunarinnar væri hægt að nota sem grundvöll fyrir lausn deilunnar í Úkraínu, hvenær sem Kænugarður og Vesturlönd séu tilbúin til þess.

Xi Jinping, forseti Kína, stóð við hlið Pútín og sagði að ríkisstjórn hans væri hlynnt friði og viðræðum og sagði að Kína væri hlutlaust gagnvart átökunum í Úkraínu og gæti leitt friðarumleitanir milli ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert