Sleðahundar réðust á sex ára dreng

Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sex ára drengur lést á Grænlandi eftir að sleðahundar réðust á hann á skíðasvæði í bænum Aasiaat. 

Sermitsiaq.ag greinir frá því að tilkynning um slysið hafi borist rétt fyrir klukkan 13 í gær. 

Búið er að aflífa fjóra sleðahunda vegna málsins. 

Vinur drengsins varð vitni að atvikinu. Hann sagði að drengurinn hefði farið of nærri hundunum sem voru bundnir. 

mbl.is