Sleðahundar réðust á sex ára dreng

Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sex ára drengur lést á Grænlandi eftir að sleðahundar réðust á hann á skíðasvæði í bænum Aasiaat. 

Sermitsiaq.ag greinir frá því að tilkynning um slysið hafi borist rétt fyrir klukkan 13 í gær. 

Búið er að aflífa fjóra sleðahunda vegna málsins. 

Vinur drengsins varð vitni að atvikinu. Hann sagði að drengurinn hefði farið of nærri hundunum sem voru bundnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert