Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti á ný

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á á blaðamannafundi í dag eftir …
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, á á blaðamannafundi í dag eftir tilkynningu um stýrivaxtahækkun. AFP/Alex Wong

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á ný í dag þrátt fyrir áhyggjur um að það gæti aukið á fjármálaóróann.

Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig til að reyna að hægja á hagkerfinu og draga úr verðbólguþrýstingi. Í yfirlýsingu seðlabankans viðurkenndi bankinn óróa á fjármálamörkuðum en lýsti jafnframt yfir trausti á fjármálakerfinu í heild, að því er greint er frá á CNN í dag.

Viðbúið en hvetja til hlés

Hagfræðingar og aðrir fjármálasérfræðingar bjuggust við þessari hækkun þrátt fyrir fall bankastofnana að undanförnu en órói í bankakerfinu hefur ekki einungis ýtt undir ótta um að seðlabankinn gæti ofleiðrétt efnahagslífið heldur einnig að hann geti framkallað fall fleiri bankastofnana.

Mikils virtir hagfræðingar hafa hvatt seðlabankann til að gera hlé á stýrivaxtahækkunum.

Níu stýrivaxtahækkanir í röð

Stýrivextir standa nú í 5% og hafa ekki verið hærri síðan í september árið 2007 og tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú 6%. Vaxtaáætlun gerir ráð fyrir því að stýrivextir verði í 5,1 prósentustigi í árslok 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert