Lík fannst hjá bíl pilts sem skaut tvo

Lögreglumenn í Colorado að störfum. Mynd úr safni.
Lögreglumenn í Colorado að störfum. Mynd úr safni. AFP

Leit hefur staðið yfir að sautján ára nemanda sem skaut tvo starfsmenn skóla í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gær.

Leitað var að skotvopnum á hinum sautján ára pilti, Austin Lyle, í skólanum þegar hann tók allt í einu upp skammbyssu og hóf skothríð rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun að staðartíma, að sögn lögreglu á svæðinu.

Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og fundu þar tvo starfsmenn skólans sem höfðu orðið fyrir skoti. Mennirnir tveir voru fluttir í flýti á spítala í nágrenni við skólann. Annar þeirra er í lífshættu.

Líkfundur

Seint í gærkvöldi greindi lögreglan í Denver frá því að lík hefði fundist skammt frá bíl Lyle í Park-sýslu, suðvestur af borginni, þar sem skotárásin átti sér stað. Kennsl hafa ekki verið borin á líkið og ekki hefur verið greint frá því hvernig manneskjan dó.

Að sögn lögreglustjóra á svæðinu var samkomulag gert við nemandann fyrir nokkru síðan um að á honum yrði leitað eftir vopnum á hverjum degi við komu í skólann vegna hegðunar hans að undanförnu. 

mbl.is