Selenskí og Kúleba þakka Íslendingum

Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, þakkaði Íslandi fyrir.
Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, þakkaði Íslandi fyrir. AFP/Genya Savilov

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti og Dmítró Kúleba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, þakka Íslendingum fyrir að lýsa yfir að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932 til 1933 hafi verið hópmorð.

Þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var samþykkt á Alþingi í dag samhljóða. Ísland bættist þar með í hóp landa sem brugðist hafa við kalli Úkraínu og lýst því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð. Á meðal annarra ríkja sem gert hafa slíkt hið sama eru Bandaríkin, Þýskaland, Írland og Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert